Sat nýliðaráðstefnu alþjóðadómara hjá UEFA
Mynd - Mummi Lú
Jóhann Ingi Jónsson sat nýliðaráðstefnu alþjóðadómara hjá UEFA í Aþenu í byrjun febrúar.
Námskeiðið sem tók 5 daga og innihélt fjölmarga fyrirlestra um hinar ýmsu hliðar sem koma að knattspyrnudómgæslu.
Þá voru þátttakendur settir í ítarleg og fjölbreytt líkamleg, bókleg og verkleg próf til að undirbúa þá undir alþjóðadómgæslu.