• fim. 13. feb. 2025
  • Ársþing

Erlendir gestir á 79. ársþingi KSÍ

Ársþing KSÍ fer fram laugardaginn 22. febrúar næstkomandi. FIFA og UEFA hafa sent sína fulltrúa á þing aðildarsambanda sinna um árabil og svo er einnig nú.

Á komandi ársþingi KSÍ kemur frá UEFA Håkan Sjöstrand, sem er fyrrverandi framkvæmdastjóri sænska knattspyrnusambandsins til margra ára, en starfar nú hjá UEFA (Strategic and Senior Advisor to UEFA and the UEFA Foundation).

Frá FIFA kemur Marion Gavat (FIFA Member Associations Regional Coordinator), sem starfar í þeirri deild FIFA sem sinna hvað mest beinum tengslum við knattspyrnusamböndin.

Allt um ársþing KSÍ