• mið. 12. feb. 2025
  • Dómaramál

84 dómarastörf um komandi helgi

Þó svo undirbúningstímabilið í meistaraflokki sé til þess að gera nýhafið þá mæðir nú þegar mikið á starfsfólki dómaramála hjá KSÍ. 

Um komandi knattspyrnuhelgi er KSÍ að manna 84 dómarastörf og félögin auk þess með mikinn fjölda leikja á sinni könnu.  Þegar mest lætur yfir árið er skrifstofa KSÍ að manna um 300 dómarastörf á viku og þar af um 170 störf um helgar.

Leikir framundan

Mynd með grein:  Helgi Halldórsson