U21 karla - Tveir vináttuleikir í mars
U21 lið karla mætir Ungverjalandi og Skotlandi í tveimur vináttuleikjum í mars. Leikirnir verða spilaðir á Pinatar Arena.
Ísland mætir Ungverjalandi föstudaginn 21. mars klukkan 13:00 og Skotlandi þriðjudaginn 25. mars klukkan 13:00.
Lúðvík Gunnarsson verður staddur í öðru verkefni með U17 liði karla og verður því Ari Freyr Skúlason aðstoðarþjálfari U21 liðs karla í þessu verkefni.