• fös. 07. feb. 2025
  • Landslið

Eimskip nýr bakhjarl KSÍ

Eimskip og Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ) hafa skrifað undir samstarfssamning til næstu þriggja ára og verður Eimskip því einn af bakhjörlum KSÍ og íslensku landsliðanna í knattspyrnu út árið 2027.

Eimskip mun sem bakhjarl styðja við alla starfsemi KSÍ – allt frá eflingu grasrótarverkefna um land allt til afreksstarfs og landsliða, og mun Eimskip meðal annars sjá um flutninga á búnaði fyrir knattspyrnusambandið.

Þorvaldur Örlygsson formaður KSÍ: „Það er sönn ánægja að fá Eimskip til liðs við okkur í hóp bakhjarla KSÍ. Það er ekki síst vegna okkar öflugu bakhjarla sem við hjá KSÍ getum haldið úti fyrsta flokks umgjörð um afreksfólkið okkar og ég er ekki í nokkrum vafa um að samstarf Eimskips og KSÍ verður farsælt.“

Vilhelm Már Þorsteinsson forstjóri Eimskips: „Við erum stolt af því að geta stutt við íslenskan fótbolta og hlökkum til að vinna með KSÍ að því að efla íþróttina enn frekar. Það er fátt skemmtilegra en að sjá íslensku landsliðin fara á stórmót og það er mikil spenna innan okkar herbúða að sjá stelpurnar okkar spila á EM í Sviss í sumar.

Á mynd:  Vilhelm Már Þorsteinsson og Harpa Hödd Sigurðardóttir frá Eimskipi, Þorvaldur Örlygsson frá KSÍ.