Ísland mætir Serbíu 27. júní
A landslið kvenna mætir Serbíu 27. júní í síðasta leik sínum fyrir EM 2025.Leikurinn fer fram á æfingasvæði serbneska knattspyrnusambandsins, en liðin mættust á sama velli í umspili Þjóðadeildar í febrúar 2024. Leikurinn í Serbíu endaði 1-1, en Ísland vann seinni leikinn 2-1 á Kópavogsvelli.
Þetta verður í níunda sinn sem liðin mætast. Ísland hefur unnið sjö leiki og einn hefur endað með jafntefli.