U16 kvenna - Sigur á Færeyjum
U16 lið kvenna vann 7-0 sigur á Færeyjum í æfingaleik sem fram fór í Miðgarði.
Elísabet María Júlíusdóttir, Anna Katrín Ólafsdóttir, Björgey Njála Andreudóttir, Kara Guðmundsdóttir, Sara Kristín Jónsdóttir sem skoruðu allar mark fyrir Ísland en Ásthildur Lilja Atladóttir skoraði tvö.
Þetta var seinni æfingaleikur liðanna en liðin mættust einnig föstudaginn 31. janúar, sá leikur endaði með 6-0 sigri Íslands.