• mán. 03. feb. 2025
  • Ársþing

150 þingfulltrúar á ársþingi KSÍ 2025

Þann 22. febrúar fer 79. ársþing KSÍ fram á Hótel Hilton Nordica í Reykjavík. Frestur til að skila inn tillögum rann út 22. janúar og frestur til að skila inn framboðum til stjórnar er til 8. febrúar.

Aðildarfélög KSÍ hafa fengið sent boð um að skila inn kjörbréfum sínum, þar sem þau tilnefna sína fulltrúa á ársþingið. Líkt og á síðasta ári verður nú ferlið við skil á kjörbréfum fyrir ársþing KSÍ að fullu rafrænt. Þetta ferli hefur verið skoðað og staðfest af kjörnefnd KSÍ. Alls eiga 150 fulltrúar frá aðildarfélögum KSÍ rétt á þingsetu á komandi þingi.

Á ársþingsvef KSÍ er að finna allar upplýsingar um þingið og fyrri þing.

Ársþingsvefur

Í lögum KSÍ kemur eftirfarandi fram um kjörbréf fyrir ársþing:

„10.3 Skrifstofa KSÍ skal senda kjörbréf til aðildarfélaga eigi síðar en tveimur vikum fyrir þing. Aðeins sá, sem skráður er á kjörbréf, sem staðfest hefur verið af formanni aðildarfélags eða meirihluta stjórnar þess, er kjörgengur fulltrúi þess á knattspyrnuþingi og fer með atkvæðisrétt.“