• fös. 24. jan. 2025
  • Ársþing

Tillögukynning og málþing fyrir ársþing KSÍ

Ársþing KSÍ fer fram þann 22. febrúar næstkomandi og verður að þessu sinni haldið á Hótel Hilton Nordica í Reykjavík.

Þriðjudaginn 18. febrúar (seinnipartur dags) verður kynning á þeim tillögum sem liggja fyrir þinginu og verður sú kynning eingöngu rafræn yfir vefinn í gegnum Teams.

Málþing verður haldið í höfuðstöðvum KSÍ að Laugardalsvelli föstudaginn 21. febrúar (seinnipartur dags) þar sem megin umfjöllunarefnið verður VAR á Íslandi.   Streymt verður frá málþinginu þannig að þau sem ekki komast á staðinn geti fylgst með.

Ársþingsvefur