Niðurröðun leikja A liða í 2. og 3. fl karla og 3. fl kvenna
KSÍ hefur birt drög að niðurröðun leikja Íslandsmótsins í keppni A-liða í 2. flokki karla, 3. flokki karla og 3. flokki kvenna, lota 1.
Keppni hefst í byrjun mars og er keppnin leikin í þremur lotum og lýkur um mánaðarmótin september/október.
Félög eru vinsamlegast beðin um að fara vandlega yfir þessi drög og koma með athugasemdir í síðasta lagi mánudaginn 3. febrúar á netfangið birkir@ksi.is.
Skoða þarf sérstaklega tímasetningar leikja m.t.t. vallarmála og ferðlaga milli landshluta. Einnig er ljóst að sumir leikvellir verða ekki tilbúnir þegar 1. lota fer fram. Hlutaðeigandi heimalið þurfa að leysa þau mál sérstaklega.
Vinsamlegast farið einnig yfir hvort rétt heiti liða séu skráð.
Mótin á vef KSÍ
3. flokkur kvenna
Samsett leit
Á vef KSÍ undir: - Mót/Leikir félaga- er hægt að kalla fram fjóra mismunandi leitarmöguleika (smella í +hnappinn).
Gott er að nýta þessa leitarmöguleika t.d. þegar verið er að lesa yfir heimaleiki félaga (og venslaliða) sem leiknir eru á mismunandi leikvöllum.
Drög að niðurröðun leikja í öðrum mótum yngri flokka verða birt 1. mars.
Nánari upplýsingar veitir Birkir Sveinsson, birkir@ksi.is