Kosningar í stjórn á 79. ársþingi KSÍ
79. ársþing KSÍ verður haldið á Hótel Hilton Nordica í Reykjavík þann 22. febrúar næstkomandi.
Framboð til stjórnar KSÍ skal skv. 17. grein laga KSÍ berast skrifstofu KSÍ skriflega ásamt skriflegum meðmælum minnst hálfum mánuði fyrir þing eða í síðasta lagi 8. febrúar nk. Kjörnefnd er þó heimilt að samþykkja framboð sem fram kemur síðar ef nægjanlegur fjöldi hefur ekki tilkynnt framboð sitt innan tilkynningarfrests, sbr. grein 17.4 í lögum KSÍ.
Með tilkynningu um framboð er óskað eftir stuttri ferilskrá til birtingar á heimasíðu KSÍ. Í samræmi við ákvörðun kjörnefndar skulu framboð ásamt skriflegum meðmælum á þar til gerðu eyðublaði, send með tölvupósti til Hauks Hinrikssonar, lögfræðings á skrifstofu KSÍ (haukur@ksi.is) í síðasta lagi þann 8. febrúar næstkomandi.