• þri. 21. jan. 2025
  • Landslið
  • U17 kvenna

U17 kvenna mætir Portúgal á miðvikudag

U17 kvenna hefur leik á æfingamóti í Portúgal á miðvikudag.

Ísland mætir þá Portúgal og hefst leikurinn kl. 15:00. Bein útsending verður frá leiknum á síðu KSÍ í Sjónvarpi Símans.

Danmörk og Wales taka einnig þátt í mótinu, en Ísland mætir Danmörku á laugardag og Wales þriðjudaginn 28. janúar.