Leikstöðuæfingar - skráning þjálfara
Knattspyrnusvið KSÍ mun dagana 28.-29. janúar boða til leikstöðuæfinga fyrir varnarmenn, en KSÍ býður þjálfurum að koma og fylgjast með.
Mikilvægt er að þeir þjálfarar sem hafa áhuga á að mæta skrái sig á skráningarhlekkinn hér að neðan, en með því fá þeir sendan aðgang að HUDL svo þeir fái sem mest út úr æfingunum.
Hægt verður að skrá sig til föstudagsins 24. janúar.
Allar nánari upplýsingar veitir Davíð Snorri Jónasson, david@ksi.is.