Súpufundur KSÍ - Hvernig getum við búið til fleiri framúrskarandi leikmenn á Íslandi?
Þriðjudaginn 28. janúar kl. 12:00 býður KSÍ í súpufund í fundarsal ÍSÍ að Engjavegi 6.
Fyrirlesari að þessu sinni er Sigurður Ragnar Eyjólfsson, UEFA Pro þjálfari og master í íþróttasálfræði. Erindi hans ber yfir skriftina Hvernig getum við búið til fleiri framúrskarandi leikmenn á Íslandi?
Hugleiðingar um þróun ungra leikmanna út frá spiltíma þeirra í Bestu deild karla og Lengjudeild karla sumarið 2024.
-Spiltími ungra leikmanna síðasta sumar var mismikill eftir félögum, sum félög í Bestu deild karla spila ungum leikmönnum sínum meira en þúsund sinnum meira en önnur félög
-Hvaða félög gáfu ungum leikmönnum sínum tækifæri í sumar og hver ekki? Hvar stendur þitt félag miðað við hin félögin?
-Hvað gerist með leikmennina og spiltíma þeirra eftir að þeir ganga upp úr 2.flokki? Vitum við það eða höldum við að við vitum það?
-Hver er uppskriftin að atvinnumanni í knattspyrnu? Erum við að gera eins vel og hægt er í að búa þá til eða er gat í þróunarferlinu okkar?
-Er núverandi fyrirkomulag okkar á Íslandi verkfæri sem hjálpar ungu leikmönnunum okkar nægilega í að þróast eða er til betri leið í að þróa unga og efnilega leikmenn?
Skráning
Viðburðurinn telur sem tveir tímar í endurmenntun á þjálfaragráðum og þau sem ekki komast á staðinn geta óskað eftir því að fá upptöku senda, svarað nokkrum spurningum og fengið þar með endurmenntun skráða.
Um fyrirlesarann:
Sigurður Ragnar Eyjólfsson (Siggi Raggi) er Pro licence þjálfari, íþróttafræðingur og var fræðslustjóri KSÍ í 12 ár. Hann hefur á sínum ferli þjálfað A-landslið kvenna hjá Íslandi og Kína, ÍBV og Keflavík í efstu tveimur deildum karla og var aðstoðarþjálfari Lilleström í norsku úrvalsdeild karla.
Vinsamlegast athugið að viðburðurinn verður í húsakynnum ÍSÍ að Engjavegi 6.