• mið. 15. jan. 2025
  • Leyfiskerfi

Vinnufundur með leyfisfulltrúum félaga haldinn

Árlegur vinnufundur með endurskoðendum og leyfisfulltrúum félaga var haldinn í höfuðstöðvum KSÍ þriðjudaginn 14. janúar sl. Fundurinn, sem stóð yfir í u.þ.b. 40 mínútur, var að venju sóttur af fulltrúum félaga sem undirgangast leyfiskerfi KSÍ.

Á fundinum fór Fannar Helgi Rúnarsson, Leyfisstjóri KSÍ, yfir praktískt atriði ásamt kynningu á þeim nýjungum sem hafa orðið á tækjakassa KSÍ. Einnig var farið stuttlega yfir hugmyndir og tillögur starfshóps í tengslum við einföldun leyfiskerfi KSÍ sem skipaður var í kjölfar síðasta ársþings. Starfshópnum var falið að kanna bestu möguleikana í framkvæmd leyfiskerfis KSÍ. Haukur Hinriksson, yfirlögfræðingur KSÍ fór einnig yfir þær breytingar sem orðið hafa á leyfisreglugerð KSÍ fyrir leyfistímabilið 2025.

Á fundinum voru einnig til staðar sérfræðingar frá Deloitte Sindri Snær og Kristján Ragnarsson.

Glærukynninguna má nálgast hér