• fös. 10. jan. 2025
  • Landslið
  • U16 kvenna
  • U17 kvenna

Aldís Ylfa ráðin þjálfari U17 og U16 kvenna

Aldís Ylfa Heimisdóttir hefur verið ráðin landsliðsþjálfari U17 og U16 kvenna. 

Aldís, sem er með KSÍ A gráðu í þjálfun og meistaragráðu í verkefnastjórnun, var aðstoðarþjálfari í yngri landsliðum kvenna árin 2021-2023 (U15-U16-U17) ásamt því að starfa við Hæfileikamótun KSÍ.  Þá starfaði hún sem þjálfari hjá ÍA í rúman áratug þar sem hún þjálfaði m.a. 2. flokk kvenna ásamt því að halda utan um kvennastarfið hjá KFÍA.  Að auki var hún aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna hjá ÍA í 3 ár.

Sem leikmaður lék Aldís 72 leiki með meistaraflokki ÍA og skoraði 8 mörk, og einnig hefur hún leikið tvisvar með U19 landsliði Íslands og skorað eitt mark. 

KSÍ býður Aldísi Ylfu velkomna til starfa.