Starf lögfræðings á skrifstofu KSÍ
KSÍ óskar eftir að ráða metnaðarfullan lögfræðing til starfa á skrifstofu KSÍ.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Yfirumsjón með lögum og reglugerðum sambandsins.
- Vinna með ýmsum nefndum KSÍ sem starfsmaður, s.s. laga- og leikreglnanefnd, samninga-og félagaskiptanefnd og aga- og úrskurðarnefnd og siðanefnd KSÍ.
- Vinna með áfrýjunardómstóli KSÍ.
- Aðstoð við úrlausn deilumála og nefndarúrskurði og dóma.
- Verkefni tengd innlendum og erlendum félagaskiptum.
- Umsjón með samningagerð KSÍ við þriðju aðila s.s. styrktaraðila, samstarfsaðila og leigutaka.
- Ýmis verkefni tengd ársþingi KSÍ, s.s. útsending bréfa, tillögugerð, yfirferð kjörbréfa og aðstoð við kjörnefnd og kjörbréfanefnd.
- Almenn þjónusta og ráðgjöf við aðildarfélög KSÍ, stjórnarfólk og starfsfólk.
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Embættis- eða meistarapróf í lögfræði.
- Reynsla af lögfræðiráðgjöf og úrlausn álitamála.
- Góð þekking á félagarétti, samningarétti, vinnurétti og góðum stjórnarháttum.
- Mjög góð hæfni til að koma frá sér efni í ræðu og riti á ensku og íslensku.
- Mjög góð skipulags- og samskiptahæfni.
- Leiðtogahæfileikar og rík þjónustulund.
- Sjálfstæð og nákvæm vinnubrögð.
- Þekking og/eða reynsla af starfsumhverfi knattspyrnuhreyfingarinnar.
Umsóknarfrestur er til 23. janúar. Smellið hér til að sækja um.
Nánari upplýsingar veitir Geirlaug Jóhannsdóttir hjá Hagvangi (geirlaug@hagvangur.is).