• mið. 08. jan. 2025
  • Landslið
  • Skrifstofa

Lára Hafliðadóttir til KSÍ

KSÍ hefur ráðið Láru Hafliðadóttur til starfa á knattspyrnusvið þar sem hún mun hafa yfirumsjón með þol- og styrktarþjálfun hjá yngri landsliðum karla og kvenna í fjarveru Gunnhildar Yrsu Jónsdóttur, sem er í fæðingarorlofi.

Lára er með meistaragráðu í Íþróttavísindum og þjálfun frá HR og KSÍ-B þjálfaragráðu. Þá er Lára að hefja doktorsnám í líkamlegri þjálfun knattspyrnukvenna sem og UEFA Fitness A þjálfaranám. Hún hefur sérhæft sig í mælingum, álagsstýringu, styrktar- og þolþjálfun knattspyrnufólks sem hún hefur kennt á þjálfaranámskeiðum KSÍ undanfarin ár, en hún er með KSÍ A leiðbeinendagráðu. Hún starfar í dag sem fitnessþjálfari meistaraflokks kvenna Víkings í knattspyrnu og U23 landsliðs kvenna, við rannsóknir í háskólanum í Reykjavík, ásamt því að kenna íþróttavísindi í grunnskólanum NÚ. 

Lára hefur margra ára reynslu við líkamlega þjálfun knattspyrnufólks ásamt því að hafa starfað sem knattspyrnuþjálfari, og hún lék einnig knattspyrnu í fjölmörg ár, m.a. með yngri landsliðum Íslands.

KSÍ býður Láru velkomna til starfa.