• þri. 07. jan. 2025
  • Landslið
  • U17 kvenna

U17 kvenna leikur í milliriðli á Spáni í mars

U17 landslið kvenna leikur í EM-milliriðli á Spáni í mars ásamt Úkraínu, Belgíu og Spáni. Dregið var á milli þjóðanna um hver þeirra yrði mótshaldari og kom það í hlut Íslands. Engu að síður varð það niðurstaðan að riðillinn yrði leikinn á Spáni samkvæmt samkomulagi knattspyrnusambanda landanna og samþykkt UEFA, enda eru til fordæmi um slíkt í sérstökum aðstæðum.

Búist er við að flestir leikirnir verði leiknir á Pinatar-svæðinu, þar sem íslensk landslið hafa leikið nokkuð reglulega síðustu ár.  Efsta lið hvers milliriðils fer í úrslitakeppnina, sem leikin verður í Færeyjum 4.-17. maí næstkomandi.

Leikirnir

08/03/2025:

  • Spánn - Úkraína         
  • Ísland - Belgía 

11/03/2025:

  • Spánn - Ísland         
  • Belgía - Úkraína  

14/03/2025:

  • Belgía - Spánn         
  • Úkraína – Ísland

U17 landslið kvenna