Markmannsskóli KSÍ fór fram á Selfossi
Markmannsskóli KSÍ var haldinn á Selfossi helgina 3.-5. janúar og æfðu þar 50 markmenn fæddir árið 2011.
Fjalar Þorgeirsson, yfirmarkmannsþjálfari yngri landsliða, stjórnaði æfingunum um helgina og fengu markmennirnir handleiðslu markmannsþjálfaranna á fjórum æfingum. Þótti helgin ganga mjög vel þar sem markmennirnir fengu góða þjálfun og skemmtu sér mjög vel.
Markmennirnir, sem komu alls staðar að af landinu, komu frá eftirfarandi félögum: Keflavík, Valur, Grótta, Fram, KR, Stjarnan, Þór, Þróttur R., Njarðvík, KA, ÍBV, Breiðablik, HK, Selfoss, Fylkir, FH, ÍA, Leiknir R., Vestri, ÍR, KFR, Höttur, Afturelding, Njarðvík, ÍBV, Völsungur, Víðir, Fjölnir, Haukar.