• fim. 02. jan. 2025
  • Mótamál
  • Futsal

Úrslitakeppnin í Futsal um helgina

Úrslitakeppni meistaraflokks karla í Futsal-innanhússknattspyrnu fer fram um helgina.  Leikið verður í íþróttahúsinu í Safamýri í Reykjavík föstudag, laugardag og sunnudag.

Á föstudag mætast Hamar og Ísbjörninn í umspili um sæti í undanúrslitunum, sem fara fram á laugardag, og mætir sigurvegarinn úr umspilsleiknum liði Vængja Júpíters.  Í hinum undanúrslitaleiknum mætast KFR og sameiginlegt lið Mosfellinga (Afturelding/Hvíti riddarinn/Álafoss).

Úrslitaleikurinn er síðan á sunnudag kl. 12:00.

Skoða nánar