Glódís Perla sæmd fálkaorðunni
Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði A landsliðs kvenna, var á meðal 14 Íslendinga sem sæmdir voru heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum á nýársdag.
Í umsögn um orðuveitinguna segir "Glódís Perla Viggósdóttir knattspyrnukona, riddarakross fyrir afreksárangur í knattspyrnu".
KSÍ óskar Glódísi Perlu, sem nýverið var útnefnd knattspyrnukona ársins þriðja árið í röð og var á árinu tilnefnd til Gullboltans (Ballon D'Or) þar sem hún endaði í 22. sæti, innilega til hamingju með orðuveitinguna.