Víkingur R. áfram í Sambandsdeildinni
Víkingur R. tryggði sér sæti í umspili fyrir 16-liða úrslit í Sambandsdeild Evrópu eftir 1-1 jafntefli gegn austurríska liðinu LASK.
Ari Sigurpálsson kom Víkingi R. yfir á 23. mínútu úr víti en heimamenn í Lask jöfnuðu aðeins nokkrum mínútum síðar, fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur því 1-1 jafntefli.
Niðurstaðan dugði til að tryggja Víkingum sæti í umspili fyrir 16-liða úrslit en Víkingur R. endaði í 19. sæti deildarkeppninnar með 8 stig. Fyrirkomulag Sambandsdeildarinnar er svo að efstu 8 liðin fara beint í 16-liða úrslit en liðin sem hafna í 9.-24. sæti fara í umspil um þau 8 sæti sem eftir eru.Dregið var í hádeginu 20. desember og munu Víkingur R. mæta Panathinaikos FC frá Grikklandi. Leikirnir fara fram 13. og 20. febrúar.