• þri. 17. des. 2024
  • Mótamál

Þátttökutilkynning - Mót KSÍ í yngri flokkum og eldri flokki 2025

Þátttökugögn fyrir knattspyrnumótin 2025 hafa verið birt á vef KSÍ.

Hægt er að nálgast þau hér:

Vefur KSÍ

Vinsamlegast kynnið ykkur allar upplýsingar á þátttökutilkynningunni sjálfri. Sendið eintak af þátttökutilkynningu fyrir 5. janúar á netfangið birkir@ksi.is.

Sameiginleg lið

Minnt er á að félög sem ákveða að senda sameiginlegt lið til keppni samkvæmt 14. gr. reglugerðar KSÍ um knattspyrnumót, skulu gera um það skriflegt samkomulag og senda KSÍ til staðfestingar fyrir 5. janúar.
Koma þarf skýrt fram á þátttökutilkynningunni nafn sameiginlega liðsins með því að senda sér tilkynningu fyrir liðið eða handskrifa nafn sameiginlega liðsins fyrir aftan viðkomandi flokk sem um ræðir.

4. flokkur karla og kvenna

Í skoðun er að keppni A-liða í 4. flokki karla og kvenna verði leikin í lotum, þ.e. með svipuðum hætti og í 3. flokki (þó færri leikir).

Nánari upplýsingar verða sendar aðildarfélögum um leið og niðurstaða fæst í það hvort keppni verði óbreytt eða í lotum.