Selfoss Íslandsmeistari kvenna í Futsal
Selfoss er Íslandsmeistari kvenna í Futsal 2024/2025.
Selfoss endaði mótið á toppi deildarinnar með 16 stig eftir 6 leiki en Sindri var í öðru sæti með 10 stig. Þar á eftir kom Smári í þriðja sæti með 8 stig og að lokum KFR í fjórða sæti með 0 stig. Védís Ösp Einarsdóttir, leikmaður Selfoss, var markahæst með 10 mörk.