• mán. 16. des. 2024
  • Landslið
  • A kvenna

Bolti EM kvenna 2025 kynntur til leiks

UEFA hefur svipt hulunni af bolta EM kvenna 2025. Boltinn ber nafnið KONEKTIS og skartar myndum af helstu kennileitum borganna þar sem mótið fer fram, einnig er að finna innblástur í svissneskt landslag. 
Boltinn er framleiddur af adidas og er búinn ýmissi tækni sem á bæði að auðvelda og flýta fyrir ákvörðunum í dómgæslu
.

Síðar í dag kemur í ljós hvaða liðum Ísland mætir á EM 2025, en dregið er í riðla klukkan 17:00

Frekari upplýsingar um boltann á vef UEFA