Íslenskir dómaraeftirlitsmenn á faraldsfæti
Tveir íslenskir dómaraeftirlitsmenn verða að störfum á leikjum í vikunni.
Gunnar Jarl Jónsson verður dómaraeftirlitsmaður á leik Dinamo Minsk og Larne FC í Sambandsdeildinni á fimmtudag.
Gylfi Þór Orrason verður dómaraeftirlitsmaður á leik Arsenal og Monaco í Meistaradeildinni á miðvikudag, ásamt því að vera við sömu störf á leik liðanna í Unglingadeild UEFA sama dag.