• fös. 06. des. 2024
  • Landslið
  • U19 kvenna

Dregið í seinni umferð undankeppni EM 2025 hjá U19 kvenna

Dregið hefur verið í seinni umferð undankeppni EM 2025 hjá U19 kvenna.

Ísland er þar í riðli með Noregi, Portúgal og Slóveníu. Riðillinn verður leikinn í Portúgal 2.-8. apríl.

Þau sjö lið sem vinna sína riðla komast í lokakeppnina sem haldin verður í Póllandi 15.-27. júní, en liðið sem endar í neðsta sæti fellur niður í B deild fyrir fyrstu umferð undankeppni EM 2026.