UEFA Fitness A þjálfaranámskeið
KSÍ mun í fyrsta skiptið bjóða upp á UEFA Fitness A þjálfaranámskeið á komandi ári, en fyrsti hluti námskeiðsins er fyrirhugaður 31. janúar-2. febrúar.Námskeiðið er fyrir fitness þjálfara sem eru í starfi hjá félagi og hafa áhuga á að starfa á hæsta getustigi í íslenskri knattspyrnu.
Námið er alls 180 kennslustundir, hefst í janúar og lýkur í nóvember 2025. Þátttakendur koma saman 5 helgar á þessu tímabili og einnig er verkefnavinna milli hittinga.
Námskeiðsgjald er 300.000kr
Inntökuskilyrði eru Bachelor-gráða* í íþróttafræðum og KSÍ/UEFA B þjálfararéttindi**
*Umsækjendur án Bachelor-gráðu geta tekið hæfnipróf (aptitute test) í formi viðtals og verkefnavinnu, þar sem þekking umsækjandans er könnuð. Sé þekkingin fullnægjandi þá þarf umsækjandinn ekki að hafa Bachelor-gráðu.
**Umsækjandi þarf að hafa starfað í eitt ár að lágmarki sem fitness þjálfari frá því hann lauk KSÍ/UEFA B gráðunni.
Þar sem þetta er nýtt nám þá er þriggja ára aðlögunarferli, þar sem umsækjendur með a.m.k. 7 ára reynslu sem fitness þjálfarar hjá félagi í efstu eða næst efstu deild karla/kvenna, geta fengið sæti á námskeiði, án þess að hafa KSÍ/UEFA þjálfararéttindi.
Umsóknarfrestur er til 18. desember 2024.
Umsækjendur þurfa að senda hvað þau vonast eftir að fá út úr náminu, ferilskrá (CV), sem og vitnisburð frá Háskóla er varðar Bachelor-gráðuna, á arnarbill@ksi.is.