Lengjubikar KSÍ 2025 - Drög að niðurröðun leikja
Drög að niðurröðun leikja í Lengjubikar KSÍ 2025 hefur verið birt á vef KSÍ.
Athugasemdir við niðurröðun leikja ber að skila í síðasta lagi miðvikudaginn 18. desember á netfangið: birkir@ksi.is.
Vinsamlegast hafið eftirfarandi í huga:
-Lítið svigrúm er til breytinga eftir að mótið hefur verið staðfest. Því þarf að liggja fyrir innan athugasemdafrestsins hvernig æfingaferðum félaga verður háttað.
-Umsjónarmenn valla eru vinsamlegast beðnir um að fara vandlega yfir það hvort leikir séu rétt tímasettir á vellina m.t.t. annarra leikja/viðburða.