Dregið í seinni umferð undankeppni EM 2025 hjá U17 karla
Mynd - Mummi Lú
Dregið hefur verið í seinni umferð undankeppni EM 2025 hjá U17 karla.
Ísland er þar í riðli með Belgíu, Póllandi og Írlandi. Riðillinn verður leikinn í Póllandi 19.-25. mars.
Þau lið sem enda í fyrsta sæti síns riðils fara áfram í lokakeppnina, en hún fer fram í Albaníu 19 maí .- 1. júní.
Frekari upplýsingar um keppnina má finna á vef UEFA.