Dregið í fyrstu umferð undankeppni EM 2026 hjá U17 karla
Mynd - Mummi Lú
Dregið hefur verið í fyrri umferð undankeppni EM 2026 hjá U17 karla.
Ísland er þar í riðli með Grikklandi og Georgíu. Riðilinn verður leikinn í Georgíu 24.-30. október.
Lokakeppnin 2026 fer fram í Eistlandi. Efstu tvö liðin í öllum riðlunum fara áfram í seinni umferðina sem fer fram vorið 2026.
Frekari upplýsingar um keppnina má finna á vef UEFA.