• mið. 04. des. 2024
  • Landslið
  • U17 karla
  • U17 kvenna
  • U19 karla
  • U19 kvenna

Dregið í undankeppnir yngri landsliða í vikunni

Á fimmtudag og föstudag verður dregið í undankeppni yngri landsliða karla og kvenna.

Dregið verður í fyrri umferð undankeppni EM 2026 hjá U17 og U19 karla á fimmtudag ásamt því að dregið verður í seinni umferð undankeppni EM 2025 hjá bæði U17 og U19 karla.

Á föstudag verður svo dregið í seinni umferð undankeppni EM 2025 hjá bæði U17 og U19 kvenna.

Hægt verður að fylgjast með dráttunum á vef UEFA.

Vefur UEFA