U19 kvenna - jafntefli gegn Norður-Írlandi
U19 kvenna gerði jafntefli gegn Norður-Írlandi í þriðja og síðasta leik liðsins í fyrri umferð undankeppni EM 2025.
Norður-Írland komst yfir á 84. mínútu en Ísabella Sara Tryggvadóttir jafnaði muninn aðeins þremur mínútum síðar.
Ísland endaði í þriðja sæti riðilsins og hefur þar með tryggt sér sæti í næstu umferð. Dregið verður um hvaða liðum Ísland mætir 6. desember og fara leikirnir fram í febrúar, mars og apríl á næsta ári.