Fullt hús á fundi formanna og framkvæmdastjóra
Um 50 manns mættu á árlegan fund formanna og framkvæmdastjóra aðildarfélaga KSÍ, sem haldinn var í höfuðstöðvum Knattspyrnusambandsins um liðna helgi.
Á fundinum voru haldnar kynningar um ýmis mál. Haukur Hinriksson yfirlögfræðingur KSÍ flutti erindi um nýjar siðareglur KSÍ, flutning leikmanna milli félaga og kynnti loks samantekt á vinnu starfshópa um ýmis mál. Birkir Sveinsson mótastjóri KSÍ fór yfir mótamál 2025, Ómar Smárason samskiptastjóri KSÍ kynnti vinnu við stefnumótun KSÍ 2023-2026 og Þóroddur Hjaltalin starfsmaður dómaramála hjá KSÍ fór yfir VAR og möguleikana því tengdu fyrir Ísland.
Í lok fundar var svo farið með hópinn í skoðunarferð um höfuðstöðvar KSÍ og m.a. kynnti Bjarni Hannesson grasvallatæknifræðingur endurbæturnar sem eru núna í gangi á Laugardalsvelli.