• mán. 02. des. 2024
  • Landslið
  • A kvenna

Tap gegn Danmörku

Ísland tapaði 0-2 gegn Danmörku í vináttuleik sem leikin var á Pinatar Arena á Spáni.

Danir skoruðu tvö mörk í fyrri hálfleik, en íslenska liðið átti nokkur fín færi til að komast inn í leikinn. 

Næstu leikir liðsins eru fyrstu tveir leikirnir í Þjóðadeildinni. Ísland mætir Sviss 21. febrúar og Frakklandi 25. febrúar. Báðir leikirnir fara fram ytra. Þess má geta að dregið verður í lokakeppni EM 2025 16. desember, en Ísland verður þar í öðrum styrkleikaflokki.