Ísland mætir Danmörku á mánudag
Ísland mætir Danmörku á mánudag í seinni vináttuleik sínum hér á Pinatar á Spáni.
Leikurinn hefst kl. 17:00 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu hjá Sjónvarpi Símans og á KSÍ TV í viðmóti Sjónvarps Símans, en hann fer fram á Pinatar Arena.
Ísland gerði markalaust jafntefli gegn Kanada á föstudag, en þetta er eini leikur Danmerkur í þessum landsliðsglugga.