U19 kvenna mætir Belgíu á miðvikudag
U19 kvenna mætir Belgíu á miðvikudag í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2025.
Leikurinn fer fram á Pinatar Arena á Spáni og hefst hann kl. 18:00 að íslenskum tíma. Hægt verður að fylgjast með beinni textalýsingu á vef UEFA.
í riðlinum eru einnig Spánn og Norður Írland, en þau mætast kl. 12:00 í dag. Ísland mætir Spáni á laugardag og Norður Írlandi á þriðjudag.
Það lið sem endar í neðsta sæti riðilsins fellur í B deild undankeppninnar fyrir seinni umferð undankeppninnar sem fer fram í vor. Hægt er að lesa frekar um fyrirkomulagið á vef UEFA.
Á vef KSÍ má finna mótið og upplýsingar um alla leikina.