• mið. 27. nóv. 2024
  • Mótamál

Aldrei fleiri leikir á vegum KSÍ

Á árinu sem er að líða fóru fram 6.396 leikir á vegum KSÍ og hafa þeir aldrei verið fleiri (4.371 í karlaflokkum og 2.025 í kvennaflokkum). Um er að ræða verulega aukningu milli ára eins og sjá má á töflunni hér að neðan, sem sýnir þróun síðustu fimm ára.

Ár Fjöldi leikja 
 2024  6.396
 2023  6.080
 2022  5.578 
 2021  5.319
 2020  4.864

 

KSÍ skipuleggur knattspyrnumót allan ársins hring, þó meginþorri leikjanna fari fram yfir sumartímann. Við leikina í töflunni hér að ofan bætast leikir í Reykjavíkurmótum og Faxaflóamótum, sem eru leikin frá hausti og fram á vor, og þar er einnig um að ræða aukningu. Fjölgun leikja þýðir auðvitað aukinn kostnað og fjölgun verkefna í niðurröðun leikja og dómara og öðrum afleiddum verkefnum hjá KSÍ, og ekki síður hjá félögunum sjálfum.

Mynd:  Mummi Lú.