• mán. 18. nóv. 2024
  • Fræðsla

UEFA nám fyrir fyrrverandi atvinnumenn og landsliðsmenn

Knattspyrnusamband Evrópu (UEFA) býður upp á nám sem er sérstaklega ætlað knattspyrnufólki sem hefur leikið á hæsta þrepi og lagt skóna á hilluna, fyrrverandi landsliðsmönnum og atvinnumönnum sem vilja halda áfram að starfa í knattspyrnuhreyfingunni að leikmannsferlinum loknum.

Námið kallast „UEFA Executive Master for International Players (UEFA MIP)“ og starfa í dag um 90% þeirra sem hafa lokið þessu námi hjá knattspyrnusamböndum, knattspyrnufélögum eða samtökum tengdum knattspyrnu.

UEFA MIP er skipulagt í samstarfi UEFA Academy og ýmissa menntastofnana, með aðkomu FIFPRO (International Federation of Professional Footballers) og ECA (European Club Association). Um er að ræða átta vikulangar vinnulotur (sex lotur í Evrópu, ein í Bandaríkjunum, ein í Suður-Ameríku), yfir 20 mánaða tímabil (allar loturnar fara fram á ensku) og náminu lýkur með lokaprófi. Í hverri vinnulotu er fjallað ítarlega um mismunandi þætti í skipulagi og stjórnun í starfsumhverfi knattspyrnunnar.

Næsta útgáfa UEFA MIP námsins, sem er sú sjötta í röðinni, hefst í október 2025 og lýkur í júní 2027. Umsóknum þarf að skila í gegnum umsóknarform á vefsíðu námsins eigi síðar en 30. júní 2021 (ferilskrá, kynningarbréf og meðmæli).

Nánar um námið á vef UEFA (upplýsingar, umsóknir, o.fl.)