• sun. 17. nóv. 2024
  • Landslið
  • U21 karla

U21 karla - sigur á Póllandi

U21 lið karla vann 2-1 sigur á Póllandi í vináttuleik liðanna en leikurinn fór fram í Pinatar á Spáni.

Íslenska liðið byrjaði af miklum krafti og var heldur líklegra til árangurs í fyrri hálfleik. Það var á 15. mínútu sem Benoný Breki Andrésson kom Íslandi yfir. Fleiri mörk komu ekki í fyrri hálfleik og staðan því 1-0 fyrir Íslandi í hálfleik. Pólverjar komu tvíefldir inn í síðari hálfleik og sköpuðu sér þó nokkur færi, það dugði þó ekki þar sem Mikael Rafn Mikaelsson bætti við öðru marki Íslands með frábæru skallamarki á 71. mínútu. Aðeins þremur mínútum síðar fengu þó Pólverjar vítaspyrnu sem þeir nýttu sér og minnkuðu muninn í 2-1.
Fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur því 2-1 Íslandi í vil.