
U21 karla mætir Póllandi
U21 karla mætir Póllandi í vináttuleik sunnudaginn 17. nóvember klukkan 16:00. Leikurinn fer fram í Pinatar á Spáni.
Þetta er í fyrsta sinn sem þjóðirnar mætast í þessum aldursflokki.
Þar sem Ísland lauk keppni á EM 2025 í síðasta landsleikjaglugga er mikil endurnýjun í hópnum þar sem elsti árgangur liðsins datt út og ný kynslóð kemur inn. Hópinn má sjá hér.
Leikurinn verður í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 sport.