Hátt í 50 manns á vinnustofu FIFA
Á dögunum fór fram vinnustofa á vegum FIFA um stjórnun og stefnumótun. Vinnustofan fór fram í höfuðstöðvum KSÍ og var haldin í samstarfi FIFA, KSÍ og ÍTF. Aðaláherslur vinnustofunnar voru að styrkja íslenska knattspyrnu með faglegri rekstrarstjónun og var hún miðuð að félögum í efstu tveimur dieldum karla og kvenna.
Lykilatriði vinnustofunnar voru Rekstraráætlanir og aðferir til að bæta fjármála- og stefnumótun í rekstri félaga, stjórnun félaga og deilda og hvernig má bæta samkeppnishæfni, skipulag félaga og hvernig félög geta skipulagt sig á skilvirkan hátt til að ná árangri og að lokum var Goalunit kynnt sem inniheldur nýstárleg verkfæri og lausnir sem bæta frammistöðu félaga og auka tekjur vegna leikmannasölu.
Vinnustofan var vel sótt en hátt í 50 manns sóttu vinnustofuna frá um 20 félögum.