Fjöldi íslenskra eftirlitsmanna að störfum í Evrópu
Fjöldi íslenskra eftirlitsmanna sinnir um þessar mundir störfum í Evrópu
Þóroddur Hjaltalín er staddur á undankeppni U19 karla í Króatíu og sinnir þar eftirlitsstörfum í leikjum Króatíu, Belarus, Armeníu og Serbíu. Gylfi Þór Orrason sinnir sama starfi á sama móti en riðillinn sem hann er staddur á fer fram í Gautaborg þar sem Svíþjóð, Eistland, Noregur og Georgía etja kappi.
Kristinn Jakobsson er staddur á undankeppni U17 karla í Portúgal þar sem Portúgal, Bosnía, Finnland og Liechtenstein mætast.
Gunnar Jarl Jónsson verður í eftirliti í Þjóðadeildinni á leik Svíþjóðar og Slóvakíu, en leikurinn fer fram í Svíþjóð.