Nokkrir úrskurðir frá aga- og úrskurðarnefnd
Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur úrskurðað í nokkrum aga- og kærumálum á undanförnum mánuðum. Hægt er að lesa um þau mál hér.
Kærumál:
Úrskurður í kærumáli nr. 10/2024 – Málskotsnefnd KSÍ gegn ÍA
Úr úrskurði:
„Það er mat aga- og úrskurðarnefndar, eftir hlustun á upptöku af umræddu viðtali og að virtum öðrum fyrirliggjandi gögnum, að tilvitnuð ummæli Jón Þórs Haukssonar í frétt mbl.is séu í fullu samræmi við ummæli hans á upptöku og að ummælin hafi verið ósæmileg og hafi skaðað ímynd íslenskrar knattspyrnu. Samkvæmt þessu falla ummæli Jóns Þórs undir ákvæði 21. gr. reglugerðar KSÍ um aga- og úrskurðarmál. Í samræmi við reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál, grein 13.9.e), hefur brot á 21. grein í för með sér sekt að fjárhæð kr. 200.000,- en þó ekki lægri en kr. 50.000,- og/eða leikbann í tiltekinn fjölda leikja eða tímabundið.
Ákvað aga- og úrskurðarnefnd KSÍ á fundi sínum 5. nóvember 2024 að sekta knattspyrnufélag ÍA, um kr. 75.000,- vegna framangreindra opinberra ummæla Jóns Þórs Haukssonar.“
Úrskurðurinn
Agamál:
8. október 2024
ÍR vegna framkomu áhorfenda
Úr úrskurði:
„Á fundi nefndarinnar þann 1. október 2024 lá ekki fyrir greinargerð frá knattspyrnudeild ÍR. Að virtum fyrirliggjandi gögnum er það álit nefndarinnar að framkoma áhorfenda í framangreindum leik ÍR og Keflavík hafi verið vítaverð og falli undir ákvæði 13.9.d. í reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál.
Með vísan til framangreinds ákvað aga- og úrskurðarnefnd KSÍ að sekta knattspyrnudeild ÍR vegna framkomu áhorfenda í garð dómara í leik liðsins gegn Keflavík þann 18. september sl. Með tilliti til ítrekunaráhrifa frá fyrri málum sem snerta knattspyrnudeild ÍR þykir upphæð sektar knattspyrnudeildar ÍR hæfilega ákveðin kr. 100.000."
Úrskurðurinn
8. október 2024
Afturelding vegna framkomu áhorfenda
Úr úrskurði:
„Á fundi nefndarinnar þann 1. október 2024 lá fyrir greinargerð frá knattspyrnudeild ÍR.
Að virtum fyrirliggjandi gögnum, greinargerð Aftureldingar og öðrum gögnum, er það álit nefndarinnar að framkoma áhorfenda í framangreindum leik Aftureldingar og Fjölnis hafi verið vítaverð og falli undir ákvæði 13.9.d. í reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál.
Með vísan til framangreinds ákvað aga- og úrskurðarnefnd KSÍ að sekta knattspyrnudeild Aftureldingar vegna framkomu áhorfanda í garð þjálfara í leik liðsins gegn Fjölni þann 19. september sl. Þykir upphæð sektar knattspyrnudeildar Aftureldingar hæfilega ákveðin kr. 75.000.”
Úrskurðurinn
30. október 2024
Víkingur R. vegna framkomu áhorfenda - Blys
Úr úrskurði:
„Á fundi nefndarinnar þann 29. október 2024 lá fyrir greinargerð frá knattspyrnudeild Víkings R. Að virtri greinargerð knattspyrnudeildar Víkings R. og öðrum fyrirliggjandi gögnum er það álit nefndarinnar að framkoma áhorfenda í framangreindum leik ÍA og Víkings R. hafi verið vítaverð og hættuleg og falli undir ákvæði 13.9.d. í reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál.
Með vísan til framangreinds ákvað aga- og úrskurðarnefnd KSÍ að sekta Knattspyrnudeild Víkings R. vegna framkomu áhorfenda, nánar tiltekið vegna notkunar á blysum í áhorfendastúku. Þykir upphæð sektar knattspyrnudeildar Víkings R. hæfilega ákveðin kr. 75.0000,-. Við ákvörðun viðurlaga knattspyrnudeildar Víkings R: tekur nefndin mið af úrskurði á hendur knattspyrnudeild Víkings R. dags. 11.6.2024. Hefur úrskurður í fyrirliggjandi máli því ítrekunaráhrif sem sektarákvörðun tekur mið af.“
Úrskurðurinn
30. október 2024
ÍA vegna framkomu leikmanna
Úr úrskurði:
„Á fundi nefndarinnar þann 29. október 2024 lá fyrir greinargerð frá knattspyrnufélagi ÍA. Að virtri greinargerð ÍA og öðrum fyrirliggjandi gögnum er það álit nefndarinnar að framkoma leikmanna eftir framangreindan leik ÍA og Víkings R. hafi verið ámælisverð og falli undir ákvæði greinar 5.10 laga KSÍ.
Með vísan til framangreinds ákvað aga- og úrskurðarnefnd KSÍ, sbr. grein 44. Laga KSÍ, að sekta Knattspyrnudeild ÍA vegna framkomu leikmanna, nánar tiltekið vegna framkomu eftir leik. Þykir upphæð sektar knattspyrnufélags ÍA hæfilega ákveðin kr. 25.0000,-. Við ákvörðun viðurlaga tekur nefndin mið af góðum viðbrögðum gæslumanna á vegum ÍA vegna þeirra atburða sem lýst er í skýrslu eftirlitsmanns og í greinargerð ÍA.“
7. nóvember 2024
Breiðablik vegna framkomu áhorfenda
Úr úrskurði:
„Á fundi nefndarinnar þann 5. nóvember 2024 lá fyrir greinargerð frá knattspyrnudeild Breiðablik. Að henni virtri og öðrum fyrirliggjandi gögnum er það álit nefndarinnar að framkoma áhorfenda í framangreindum leik Víkings R. og Breiðablik hafi verið vítaverð og hættuleg og falli undir ákvæði 13.9.d. í reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál.
Með vísan til framangreinds ákvað aga- og úrskurðarnefnd KSÍ að sekta Knattspyrnudeild Breiðabliks vegna framkomu áhorfenda, nánar tiltekið vegna notkunar á blysum í áhorfendastúku. Þykir upphæð sektar knattspyrnudeildar Breiðabliks hæfilega ákveðin kr. 50.000,-.“
Úrskurðurinn
7. nóvember 2024
Víkingur R. vegna framkomu áhorfenda
Úr úrskurði:
„Á fundi nefndarinnar þann 5. nóvember 2024 lá ekki fyrir greinargerð frá knattspyrnudeild Víkings R. Að því virtu og öðrum fyrirliggjandi gögnum er það álit nefndarinnar að framkoma áhorfenda í framangreindum leik Víkings R. og Breiðablik hafi verið vítaverð og hættuleg og falli undir ákvæði 13.9.d. í reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál.
Með vísan til framangreinds ákvað aga- og úrskurðarnefnd KSÍ að sekta Knattspyrnudeild Víkings R. vegna framkomu áhorfenda, nánar tiltekið vegna notkunar á blysum í áhorfendastúku. Þykir upphæð sektar knattspyrnudeildar Víkings R. hæfilega ákveðin kr. 150.000,-. Við ákvörðun viðurlaga knattspyrnudeildar Víkings R. tekur nefndin mið af úrskurðum á hendur knattspyrnudeild Víkings R. dags. 11.6.2024 og 30.10.2024. Hefur úrskurður í fyrirliggjandi máli því ítrekunaráhrif sem sektarákvörðun tekur mið af.“
Úrskurðurinn