Helgi Mikael og Kristján Már dæma í undankeppni EM 2025 U19
Helgi Mikael Jónasson og Kristján Már Ólafs koma til með að dæma í undankeppni EM 2025 U19 karla.
13. nóvember dæma þeir leik Frakklands og Liechtenstein, Helgi Mikael sem dómari og Kristján sem aðstoðardómari og þann 16. nóvember dæma þeir leik Skotlands og Liechtenstein.
Leikirnir fara fram í Skotlandi.