
U19 karla - Fyrsta umferð undankeppni EM 2025
U19 lið karla mætir Aserbaídsjan miðvikudaginn 13. nóvember klukkan 10:00 í fyrstu umferð undankeppni EM 2025.
Riðill Íslands fer fram í Moldóvu en í riðli með Íslandi ásamt Aserbaídsjan eru Moldóva og Írland. Íslenska liðið mætir Moldóvu laugardaginn 16. nóvember og Írlandi þriðjudaginn 19. nóvember.
Allir leikir Íslands verða í beinu streymi, hægt er að kaupa aðgang að leikjunum hér. Greiða þarf 1 Evru fyrir hvern leik.