• fim. 07. nóv. 2024
  • Landslið
  • A kvenna

A kvenna - drátturinn í Þjóðadeildinni

Dregið hefur verið í Þjóðadeildinni og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum UEFA í Nyon, Sviss.

Ísland var í öðrum styrkleikaflokki fyrir dráttinn og verður í riðli með Frakklandi, Noregi og Sviss.

Ísland hefur mætt Frakklandi tólf sinnum. Ísland hefur unnið einu sinni, tveir leikið endað með jafntefli og 9 með sigri Frakklands.

Ísland og Noregur hafa mæst 15 sinnum. Þrír leikir hafa endað með sigri Íslands, þrír með jafntefli og Noregur hefur unnið níu leiki.

Ísland og Sviss hafa mæst níu sinnum. Ísland hefur unnið þrjá leiki, einn endað með jafntefli og Sviss unnið fimm leiki.

Keppnin verður leikin í febrúar, apríl og maí/júní landsliðsgluggunum.