KSÍ Afreksþjálfun unglinga / UEFA Elite A Youth þjálfaragráða 2024-2025
Þjálfaranámskeiðið Afreksþjálfun Unglinga (UEFA Elite A Youth) hefst 15. nóvember 2024.
Aðaláhersla námskeiðsins er hvernig vinna eigi með og þjálfa efnilega leikmenn á 3. og 2. flokks aldri.
Inntökuskilyrði er að þjálfari sé með gilda KSÍ A/UEFA A þjálfaragráðu og/eða KSÍ Barna- og unglingaþjálfun (UEFA B Youth).
Samkvæmt Leyfiskerfi KSÍ þá þurfa yfirþjálfarar yngri flokka hjá félögum í tveimur efstu deildum karla og efstu deild kvenna að hafa þessa þjálfaragráðu.
Skráning á námskeiðið er til 7. nóvember 2024. Hægt er að skrá sig hér.
Námskeiðið er um 120 kennslustundir frá nóvember 2024 til apríl 2025 . Þátttökugjald er 150.000 krónur.
Kennsludagsetningar:
KSÍ AU 1, 15.-17. nóvember 2024, í KSÍ
18. nóvember 2024 – 15. janúar 2025, verkefnavinna – unnið hjá félagi
KSÍ AU 2, 17.-19. janúar 2025, í KSÍ
20. janúar 2025 – 11. apríl 2025, hópaverkefni, unnið hjá félagi
Reglugerð KSÍ um menntun knattspyrnuþjálfara.