Frábær sigur hjá U17 karla
Mynd - Hulda Margrét Óladóttir
U17 karla vann frábæran 4-1 sigur gegn Norður Makedóníu í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2025.
Um er að ræða fyrri umferð undankeppninnar, en Ísland er þar einnig í riðli með Spáni og Eistlandi. Riðillinn er leikinn á Íslandi og fara allir leikirnir fram á AVIS vellinum í Laugardal og eru í beinni útsendingu á KSÍ TV í Sjónvarpi Símans.
Guðmar Gauti Sævarsson, Gunnar Orri Olsen, Tómas Óli Kristjánsson og Viktor Bjarki Daðason skoruðu mörk Íslands. Spánn vann svo 4-0 sigur gegn Eistlandi í hinum leik riðilsins.
Á laugardag mætast Spánn og Norður Makedónía kl. 13:00 og Ísland og Eistland kl. 17:00.